Ég byrjaði í þjálfun árið 2017 eftir heimsreisu sem ég fór í. Ég hef oftast verið í ‘góðu’ formi en eftir reisina leið mér ekki vel með líkamann minn þar sem ég hef aldrei verið jafn þung, leið einnig ekki vel andlega. Ég kynntist Maríu í ræktinni, Átak Akureyri (hún var að þjálfa þar) hún kom að mér og sagði hversu dugleg ég væri alltaf og ég ákvað eftir það að byrja í fjarþjálfun hjá henni því þetta lýsir einmitt hvernig manneskja hún er.. yndisleg, hvetjandi og ótrúlega góðhjörtuð manneskja. Ég elskaði fjarþjálfuna hennar vegna þess að þetta var ekki úti öfgar, hún kenndi manni að borða hollt og nóg yfir daginn og fá sér síðan gott um helgar. Mín skoðun á árangri er að ná honum á lengri tíma því þá nær maður að tileinka sér hollan og góðan lífsstíl og það er einmitt það sem hún kenndi mér. Einnig vildi ég alltaf ná meir og meir árangri hjá henni, gera betur laga hitt og þetta sem var ótrúlega lærdómsríkt. Æfingarnar hennar voru fjölbreyttar og skemmtilegar mæli mikið með þjálfuninni!
– Elva Rún Evertsdóttir
Share this story!
