,,Ég hef verið í þjálfun í tæpa 4 mánuði og elska það!“

Ég hef verið í þjálfun í tæpa 4 mánuði og elska það! Ég fæ raunhæf, krefjandi og hvetjandi plön sem ég hlakka alltaf til að takast á við. Þrátt fyrir slæma daga bæði í ræktinni og í matarprógraminu þá hvetur María mann alltaf áfram og til að bæta hlutina, sem mér finnst vera lykillinn að góðum þjálfara. Þjálfara sem gefst ekki upp á manni og er tilbúinn til að hjálpa manni áfram sama hvað. María er einstaklega hvetjandi og smitar mann með gleðinni. Mæli hiklaust með henni, hún er æðisleg.

– Arna Lísa Ingimars

Share this story!